Galopin stjórnsýsla

by eiduralfredsson

Stjórnmálamenn eru hættulegri almenningi en almenningur sjálfum sér. Hættan er í réttu hlutfalli við lengd flokksmennsku, þingsetu, ráðherradóms og stærð og aldur þess stjórnmálaflokks sem þeir tilheyra. Fleiri breytur skipta þar einnig máli.

Þrátt fyrir þetta hafa ráðamenn tilhneigingu til ofsóknaræðis gagnvart almenningi og vilja stöðugt auka eftirlit með orðum og athöfnum hins almenna borgara. Ekki fæ ég séð að stjórnmálalegt vinstri eða hægri breyti neinu þar um.

Tækniframfarir hafa verið hér til bölvunar. Internet, greiðslukort, tölvupóstur og farsímar gera yfirvöldum auðveldara að safna upplýsingum um borgarana.

En tæknin getur líka komið okkur til bjargar.

Steve Mann hefur í 30 ár verið áhugamaður um Lifelogging (íslenskt orð óskast). Tilgangurinn er að einstaklingar skrásetji líf sitt í smáatriðum með því að bera á sér e.k. myndavél sem tekur (hreyfi)myndir sjálfkrafa. Þetta hefur nú þróast yfir í hugmyndir um Sousveillance, sem er n.k. sjálfs- eða andeftirlit. Stærð og þyngd búnaðarins í upphafi níunda áratugarins stóð í vegi fyrir því að hann næði almennum vinsældum (sjá hlekki hér að ofan) en í dag þvælist hann ekkert allf of mikið fyrir í daglegu lífi.

Nú er lag fyrir stjórnmálamenn að sýna viljann til opinnar stjórnsýslu í verki og setja upp lífslogg. Þá fyrst getum við séð hvernig opinberar ákvarðanir eru teknar.

Advertisements