Draumaland smáborgarans

by eiduralfredsson

Ísland er örlítill klettur sem stendur upp úr Norður-Atlantshafi. Á honum búa 0,3 milljónir manna sem er nokkurn veginn 0,00004% jarðarbúa. Örfáir hafa heyrt á landið minnst en fæstir þeirra vita hvar það er. Nánast enginn hefur komið þangað.

Íslendingar eru smáborgarar og vita ekkert betra en að láta tala (vel) um sig. Ekki er nóg með að allt verður sjálfkrafa mest og best á Íslandi, heldur er alltaf kynnt sem stórfrétt ef minnst er á Ísland eða Íslendinga í öðrum löndum. Firringin náði sögulegu hámarki með framboði Íslands til Öryggisráðsins. Þetta er leiðinlegt og hallærrislegt mont og meginástæða þess að ég flutti til Englands fyrir nokkrum árum.

Advertisements